S amkvæmt könnun sem spænska blaðið El País birti nýlega láta 93 prósent þeirra sem ganga Jakobsveginn mjög vel af reynslunni og myndu mæla með þeirri göngunni við vini og vandamenn. En sama könnun leiddi líka í ljós að 87 prósent aðspurðra sögðu erfiðið á köflum allt of mikið.

Jakobsvegurinn heillar tugþúsundir árlega en göngutúrinn tekur góðan toll og sumir ráða ekki við það.
Vandasamt að skilja þessi svör. Fólk fílar pílagrímagönguna en finnst það samt hafa of mikið fyrir? Ekki síst með það í huga að vegur Jakobs, eins og aðrar pílagrímaleiðir þessa heims, eiga að vera lýjandi og erfiðar. Það er heila hugmyndin með þeim göngutúrunum: hafa ósköp fyrir því að komast á áfangastað og fá blessun kaþólsku kirkjunnar sem kaþólikki par exellans því göngumenn fetuðu í fótspor helstu dýrlinga kirkjunnar
Við áður greint frá því að það er töluverður bisness meðfram Jakobsveginum að bjóða göngufólkinu ýmis konar aðstoð og hjálp. Þar einna fremstir í flokki leigubílstjórar sem taka ekki aðeins að sér að ferja fólk á áfangastað ef fólk nennir ekki lengur á miðri leið heldur og taka að sér að ferja allt trússið fyrir ferðalanga svo þeir eigi nú hægara um vik að klára hvern spotta án þess að reyna of mikið á sál og líkama. Það húrrandi bissness sem auðvitað kostar feitan skildinginn.
En nýverið rákumst við að aðra svipaða þjónustu sem kemur sér líka vel fyrir of lúið göngufólk en kostar aðeins brot af því sem leigubílstjórar eða aðrir tækifærissinnar heimta fyrir greiðann. Spænska póstþjónustan hefur nú um eins árs skeið boðið upp á pakkaferðir um Jakobsveginn 🙂
Með pakkaferðir meinum við að hægt er að panta þjónustu póstsins spænska til að ferja allt trúss á milli áfangastaða á öllum leiðum Jakobsvegsins. Skrölta því á milli áfangastaða létt og þægilega án þess að bera mikið annað en seðlaveski og viskípela í vasanum. Pósturinn sér um allt annað.
Spænskir kalla þetta Paq Mochila og hægt er að panta þjónustuna á vef póstsins, Correos, hér. Þeir taka um 550 krónur fyrir að skottast með bakpokann eða annað sem ferðalangar hafa meðferðis á milli áfangastaða en þyngd alls má þó ekki vera meiri en 20 kíló. Þá þarf ennfremur að bóka minnst fimm skutl í einu til að njóta herlegheitanna.
Auðvitað nett svindl svona með tilliti til þess hvað pílagrímaleiðirnar eiga að tákna en fyrir þá eða þau sem vilja en ráða ekki við er þetta ein leið til að auka líkurnar á að komast alla leið 🙂




