E f marka má Google er að finna vel yfir 200 18-holu golfvelli í eða við Alpafjöll í Mið-Evrópu. Það þarf þó aðeins að spila einn einasta til að muna ævina á enda.

Golfunnendur njóta sín á öllum golfvöllum. En fyrsta flokks útsýni skemmir aldrei fyrir 🙂 Mynd Shclesig

Tæplega átján þúsund Íslendingar spila golf sér til dægrastyttingar þessi dægrin samkvæmt opinberum tölum og þar af milli fimm og sex þúsund sem ekki geta á sér heilum tekið nema spila hring helst daglega. Fíklar með öðrum orðum 🙂

Fyrir meðalmann- eða konu er nú minnsta mál í heimi að komast í feitar álnir í golfinu. Velflestar ferðaskrifstofur bjóða Spánargolf af einhverju taginu og þar 99 prósent víst að veðrið er príma þó vellir séu upp og niður eins og gengur. Sömuleiðis er Flórída innan seilingar með ódýra velli og 30 gráðurnar niðurnegldar ef Kaninn er að heilla.

En fyrir þá golfara sem vilja toppvelli en líka eitthvað extra með (og þá ekki verið að meina innifaldar áfengisveitingar á vellinum) er þjóðráð að bregða undir sig betri fætinum og auðvitað betri helmingnum með, til Mið-Evrópu. Upp í Alpafjöll.

Hluti ritstjórnar er nýlentur heima á klakanum eftir golftúr í Alpafjöllum. Ekki svo að skilja að við séum sérstakir aðdáendur jóðsl eða fjallaferða. Þvert á móti eiginlega. Okkur langaði bara að golfa í þunnu loftslagi svo höggin færu lengra en nokkru sinni. Þannig er jú auðveldara að monta sig í golfskálanum heima 🙂

En þó góð högg færu þó nokkuð lengra í Ölpunum en heima á Fróni er það ekki ástæða þessa pistils. Öllu frekar sú staðreynd að óviðjafnanlegt útsýni er ekki minna skemmtilegt í golfinu en lágt skor. Og í Alpafjöllum er, eins og meðfylgjandi myndir bera með sér, ekki nokkur skortur á stórfenglegu útsýni.

Hafið endilega samband við okkur ef áhugi fyrir hendi. Við prófuðum eina sjö velli vítt og breitt um Alpana og getum gefið ágæt tips 🙂

Golf í Ehrwald Austurríki.

Saalbach, Austurríki

Kaprun, Austurríki

Pinzgau, Austurríki

Þið sjáið hvert við erum að fara með þetta. Golf í Ölpunum skilur eftir sig magnaðar tilfinningar og það jafnvel þó vellirnir séu EKKI fyrsta flokks 🙂