V ið þurfum stundum svo ógnarlítið spark í rassinn til að yfirgefa sjónvarpssófann og fara að lifa lífinu. Stundum svo lítið sem eitt stutt og hresst myndband…

Þetta auðvitað argasta auglýsing fyrir útlendan brimbrettaskóla og ekkert annað. En sýnir líka það sem Fararheill hefur bent á oftar en einu sinni að ekki þarf að fara lengra en til Portúgal eða Marokkó til að komast í einhverjar fínustu öldur undir sólinni.

Það er jú ástæða fyrir að í Portúgal finnast yfir tvö hundruð brimbrettaskólar og hægt að taka námskeið nánast í hverju krummaskuði meðfram allri strandlengju landsins. Marokkó ekki langt undan heldur. Bara í borginni Agadir eru 19 aðilar að bjóða svifbrettakennslu og eða leigu. Alls engin þörf að fara þvert yfir heiminn til að læra þetta skemmtilega sport.

Ákaflega skemmtileg íþrótt vægast sagt og fantagóð leið til að gera meira í sumarfríinu en liggja marflöt og verða full af sangría og einhverju þaðan af verra.