Enginn á ritstjórn fjárfestir enda allt gengið skítblankt meira og minna. Þaðan af síður nokkur á ritstjórn tekið eina mínútu af viðskipta- eða hagfræði í skóla. En við leggjum þokkalega saman tvo og tvo og flest með heilbrigða skynsemi yfir meðallagi.

Hvorki viðskiptafræðimenntun né hagfræðimenntun né stærðfræðimenntun gerir þig klárari en okkur hin þarna úti 😉
Og beisik reiknikunnátta og bærilega heilbrigð skynsemi skilaði okkur nokkrum tugþúsundköllum fyrr í þessum mánuði fyrir það eitt að kaupa bréf í Icelandair á botnprís, sjá fyrir að gengið væri of lágt og bíða eftir hækkun, og selja svo draslið þegar bréfin ruku duglega upp á við.
Þannig mæltum við með kaupum þann 15. október síðastliðinn þegar eitt stykki bréf í Icelandair kostaði 6 krónur og 65 aura.
Þá var ekkert komið fram um hugsanlega yfirtöku á helsta samkeppnisaðilanum í fjölmiðlum en ljóst að staða herra Mogensen var bágborin í meira lagi. Plús auðvitað að handónýtur forstjóri Icelandair tók pokann sinn.
Spólum nú fram til 13. nóvember. Þá lögðum við til að hlutafjáreigendur Icelandair seldu hluti sína í grænum hvelli en þá stóð hvert bréf í sléttum tólf krónum.
Við fengum strax daginn eftir tvær eða þrjár háðspillur fyrir það því gengið hélt áfram upp á við og fór í 12 krónur og 25 aura þann 14. nóvember.
Tólf krónur og 25 aurar reyndist vera toppurinn á uppsveiflu hlutabréfa Icelandair. Síðan þá hefur gengið dalað jafn hægt og rólega og tregir kjósendur Donald Trump sem eru að fatta að karli er svo slétt sama um allt nema sjálfan sig að annað eins finnst ekki undir sólinni. Nú standa bréf Icelandair í 11 krónum og sex aurum og aðeins þrír dagar í hluthafafund. Hluthafafund sem er í uppnámi vegna þess að forstjóralaust Icelandair, sem gat ekki staðið við skuldbindingar sínar ÁÐUR er nú í einu vetfangi að taka yfir TVÖ ÖNNUR FLUGFÉLÖG!!!
Þetta getur ekki endað öðruvísi en illa. Mjög illa…







