Skip to main content

Íslensk stjórnvöld greiða tugmilljónir árlega til bandarískra aðila til að gæta að og varðveita orðspor Íslands sem ferðamannastaðar á heimsvísu. Sömu stjórnvöldum slétt sama um að eitthvað versta fyrirtæki í landinu og ber óhróður víða um heim er flugfélagið Wow Air.

Sé eitthvað eitt fyrirtæki að eyðileggja orðspor Íslands er það íslenska flugfélagið Wow Air. Skjáskot Skytrax

Vill ekki einhver vakandi og elskulegur hjá Neytendastofu hætta að stúdera löglegar og ólöglegar ljósaperur í lömpum Bauhaus og beita einhvers konar úrræðum til að stærsta flugfélag Íslands KOMI FRAM VIÐ FÓLK EINS OG MANNESKJUR!!!

Dæmið hér til hliðar er vægast sagt ömurlegt og skólabókardæmi um eitthvað sem ENGINN vill lenda í þegar fljúga skal í ljúft frí erlendis.

Óskandi væri að dæmið væri undantekning en ekki regla en því miður er það ekki svo. Flugfélag Skúla Mogensen kemst upp með að sýna viðskiptavinum sínum lítilsvirðingu aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og svo framvegis. Við eigum bara svona 70 dæmi um hrapallega þjónustu eða ekki-þjónustu Wow Air síðustu misserin og samfélagsmiðlar eiga fleiri þúsund.

Og þar sem fólk almennt er meðvitað um að þetta er íslenskt fyrirtæki er fyrsta reynsla margra af íslensku fyrirtæki vægast sagt ömurleg. Hugsandi fólk veit hvað það þýðir fyrir mannleg samskipti/viðskipti þegar first impressions eru glataðar…