Æ i. Þið í helgarferð í Bristol þegar þið fregnið að Jonni mágur og Stína stjúpkona eru í fullum sving í London og vilja fá ykkur í partí. Þá eru góð ráð dýr eða hvað?

Sniðugt fólk getur komist milli helstu staða í Bretlandi fyrir heilar 175 krónur.

Sniðugt fólk getur komist milli helstu staða í Bretlandi fyrir heilar 175 krónur.

Þið umsvifalaust á netið. Bílaleigubíll í sólarhring plús skattar og gjöld aldrei undir tíu þúsund krónum. Lest kannski? Jú það í boði en ódýrasta fargjald aðra leið á mann er 2.600 krónur og lestartúr fram og aftur því líka í tíu þúsund kallinum fyrir bæði saman. Leigubíll aðra leið aldrei undir 20 þúsund krónum og meira að segja rútuferðirnar rífa átta þúsund kall úr veskinu plús að vera lengi á leiðinni.

Þá er þetta sjálfdautt. Fásinna að eyða hálfum degi og tíu þúsund krónum í rennerí til London til þess eins að drífa sig til baka strax morguninn eftir hálfþunn og vitlaus.

En það er reyndar lausn á þessu varðandi kostnaðinn. Eitt ört vaxandi rútu og lestarfyrirtæki í Bretlandi er breskt dótturfyrirtæki hins bandaríska Megabus. Þar er sá háttur hafður á á flestum þeirra leiðum að fólki gefst kostur á að komast leiðar sinnar fyrir eitt einasta pund. Það gerir rösklega 145 krónur miðað við gengi dagsins.

Megabus býður meðal annars túrinn milli Bristol og London á eitt pund á tilteknum tímum dagsins. Það túr sem annars kostar almennt rúmlega tvö þúsund krónur. Og Bristol aðeins einn af mörgum stöðum. Með því að eltast við pundfargjöldin má skoða æði margt í Bretlandi og eiga alltaf merkilega mikið eftir í veskinu. Svo má líka komast með sama rútufyrirtæki um ríki Evrópu líka.

Megabus hér.