Skip to main content

M ichelin manninn þekkja allir sem komnir eru yfir þrítugsaldurinn og annaðhvort eiga fúlgur til að borða erlendis á allra fínustu veitingastöðum eða sáu kvikmyndina Ghostbusters á sínum tíma.

Góðgæti eða skyndibiti. Michelin segir þér allt sem segja þarf.

Góðgæti eða skyndibiti. Michelin segir þér allt sem segja þarf.

Þá fallið hafi aðeins á sælkeramerki Michelin nú seinni ár er stimpillinn engu að síður enn mikils virði enda skýrt merki um veitingastað þar sem þjónusta er í öndvegi og matur eins og best gerist öllum stundum.

En hvað nákvæmlega er Michelin stjörnugjöfin og eftir hverju er farið?

Ein stjarna: Veitingastaður eða ölstofa þar sem vel þess virði er að staldra við og fá sér í svanginn. Hafa ber í huga að ein stjarna fyrir rándýrt veitingahús er ekki það sama og ein stjarna fyrir bragðgóðan mat á ölstofu.

Tvær stjörnur: Fyrirtaks matur sem vert er að gera sér far eftir. Aðalréttir og vín með því besta sem gerist. Verð taka jafnan mið af þvi.

Þrjár stjörnur: Stórkostlegur matur sem vert er að fara langar leiðir eftir. Sælkeramatur, fyrsta flokks vín, þjónustan óaðfinnanleg og staðurinn elegant. Verð tekur yfirleitt mið af því.