C hichén Itza píramídinn í Mexíkó er án nokkurs vafa eitt af undrum veraldar og einn af þeim áfangastöðum sem ómissandi þykir öllum sem þjást af ferðabakteríunni.

Það er ekki alltaf leyfilegt að klifra Chichen Itza enda snarbratt. Mynd malias

Það er ekki alltaf leyfilegt að klifra Chichen Itza enda snarbratt. Mynd malias

Þar líður ekki dagur án þess að múgur og margmenni séu að skoða undrið en 20. mars ár hvert stækkar fjöldinn til mikilla muna.

Þennan dag er vorjafndægur, þegar dagur og nótt eru jafn löng, og þann dag gróflega klukkan 13:30 skín sólin á píramídann mikilfenglega með þeim hætti að svo virðist úr fjarska sem stór steinsnákur líði niður eftir tröppunum. Ekki heldur hvaða snákur sem er heldur mun þetta vera Kukalkan sjálfur, hinn fiðraði snákaguð Maya til forna.

Þykir þetta eðlilega stórmerkileg sjón og undrast vísindamenn enn þann dag í dag þá nákvæmni sem hönnuðir og byggingameistarar Mæjanna náðu við byggingu Chichén Itza.