Skip to main content

S amkvæmt ferðamálaráði Glasgow finnast þar í borg rúmlega 300 veitingastaðir af ýmsum toga. Það er því töluvert mál fyrir ókunnugt ferðafólk að komast að því hverjir eru fremstir jafningja þá og þá stundina.

Ferðalög eru of merkileg fyrir lélegan mat.

Ferðalög eru of merkileg fyrir lélegan mat.

Ritstjórn Fararheill hefur tæpt á þessu áður en góð vísa er sjaldan of oft kveðin. Það er að mörgu leyti kjánalegt að taka mikið mark á stjörnugjöf frægra ferðahandbóka þar sem uppfærðar handbækur þeirra koma aðeins út á eins til fimm ára fresti og dómar þeirra miðast oftast við eitt stopp á hverjum veitingastað fyrir sig. Vefir á borð við Tripadvisor eða Yelp betri í þessu tilliti. Þar mun fleiri að gefa sitt álit og margir heimsækja hvern stað.

Það breytir samt ekki því að túristinn veit yfirleitt lítið um veitingastaði utan helstu ferðamannastaða og þaðan af síður veit túristinn hvaða nýju staðir eru að kveikja neista hjá matgæðingum í hverri borg fyrir sig. Jafnvel þó svo sé þarf hundruð ef ekki þúsundir atkvæða til að nýr staður komist upp langa lista á slíkum vefum.

Sem er meginástæða þess að við hvetjum fólk ávallt til að spyrja fólk úti á götu. Undantekningarlítið veit maðurinn á götunni um heitustu nýju veitingastaðina hverju sinni. Nú eða í versta falli gamla sígilda sem aldrei klikka. Ferðalög eru of stutt til að eyða á lélegum veitingastöðum. Ekki síst þegar veitingar erlendis kosta yfirleitt aðeins brot af því sem góð máltíð kostar á veitingahúsi heimavið.

Svo er líka hægt að kíkja á fræðinga dagblaða Glasgow sem státa af þeim upplýsingum líka auk þess sem þeir margir heimsækja hvern veitingastað oftar en einu sinni. Einn slíkur er Ron McKenna sem skrifar um mat fyrir dagblaðið Herald Scotland og þykir með þeim betri.

Samkvæmt þeim ágæta manni eru þessir staðir þeir heitustu í Glasgow þessi dægrin:

PORTER AND RYE Argyle Street

EUSEBI DELI Gibson Street

RIVERHILL West Nile Street

OX AND FINCH Sauciehall Street

NUMBER 16 Byres Road

* THE GANNET Argyle Street