Skip to main content

Þ ó alhæfingar hvers konar séu sjaldan af hinu góða er það þó almennt tal manna í ferðaþjónustu að það geti verið skrambi erfitt að gera Þjóðverjum til geðs. Á hinn bóginn eru fáir skemmtilegri heim að sækja en Þjóðverjar. Svona nett Jekyll og Hyde tilfelli.

Hátíð sem allir verða eitt sinn að prófa er Októberfest í München. En ýmislegt er gott að kunna. Mynd Rheinhold Berhinger

Hátíð sem allir verða eitt sinn að prófa er Októberfest í München. En ýmislegt er gott að kunna. Mynd Rheinhold Berhinger

Þó hátíðir séu margar og skemmtilegar í Þýskalandi ber hin upprunalega Októberfest í München höfuð og herðar yfir aðrar slíkar. Þjóðverjinn á þeim bænum brosir gjarnan út að eyrum bæði fyrir og eftir drykkju og útlendingum yfirleitt betur tekið en ella.

Á þeim stundum er ágætt að kunna nokkur orð í þýsku og enn betra að kunna sumt af því slangri sem tilheyrir Októberfest sérstaklega. Það eru orð og setningar sem heyrast yfirleitt lítt utan bjórsvæðanna en heimamenn elska og beita óspart ekki síst sökum þess að fáir útlendingar skilja.

Prüglhitz : óbærileg molla og hitastækja sem er æði algengt í bjórtjöldunum þegar fjör færist í leik

Gaudinockerln : himnesk brjóst (karlmenn gerast gjarnan kræfir þegar nokkrar kollur komnar í malla.)

Wampn : vilji fólk gera lítið úr fólki með stóra ístru er þetta tilvalið orð enda merkingin að viðkomandi hafi hangið of lengi yfir bjór og pylsum

eihebn : þegar of mikill bjór fer að valda svima er brýn þörf að halla sér að eða halda í eitthvað

aufstöin : að bjóða einhverjum bjór

oabischwoam : að leysa slagsmál manna með meiri og betri drykkju

oide Schäsn : gömul kona en á Októberfest notað af körlum yfir þær sem ekki hafa útlitið með sér

Rauschada : fyllibytta sem er algeng sjón meðan á hátíðinni stendur

Gfrieß : fýlufés eða fýlupoki

Dampf  : að finna á sér

Kastaðu þessum orðskrípum fram reglulega í bjórtjaldinu og þér verður enn betur tekið en venjulega. Það eru nefninlega ekki svo margir útlendingar sem nenna að brúka þýskuna.