H versu stórkostlegt ætli það sé að leika sér á skautum í 57 metra hæð yfir einni fallegustu borg heims í einni merkilegustu byggingu heims?
Það þarf í rauninni ekki að ímynda sér neitt af þessu heldur bara prófa.
Það er nefninlega sett upp skautasvell á fyrstu hæð Eiffel turnsins í París um miðjan desember ár hvert og er það öllum opið gegn gjaldi.
Skautahringurinn er opinn frameftir janúar mánuði og á stundum fram í febrúar ár hvert og nægir að kaupa aðgang að turninum til að geta sett undir sig skauta í leiðinni. Sé fólk ekki með skauta í farteskinu er það lítið vandamál. Þá má leigja fyrir 800 krónur eða svo.
Þá er ekki síðra að setja undir sig skauta á svellinu fyrir framan Hotel de Ville við Signubakka en svellið þar er sívinsælt í desembermánuði.