Þ ú lést þig hafa það að fara á toppinn á Eiffel turninum, beiðst í röð eftir að sjá Mónu Lísu bregða fyrir á Louvre safninu, fórst upp á Sigurbogann og tókst siglingu um Signufljót. Þú hefur séð í návígi allt það sem ferðahandbækurnar telja þér trú um að sé að finna í París en átt nokkra daga enn eftir. Hvað þá?

Kvöldroði yfir Signu. Áin er mjög menguð og ódrekkandi með öllu. Mynd R. Crane

Kvöldroði yfir Signu. Áin er mjög menguð og ódrekkandi með öllu. Mynd R. Crane

Svo heppilega vill til að París býr yfir fjölda leyndamála, staða eða viðburða sem bæjarbúar sjálfir vita af og kæra sig lítið um að auglýsa ef frá eru talin stöku ferðaþjónustufyrirtæki sem fara aðrar leiðir en hefðbundnar.

Eitt slíkt er Ókunn stræti Parísar, Paris par rues Meconnues, en þar á bæ hafa menn einstaka vitneskju og leyfi til að fara með ferðamenn inn á heimili og inn í einkagarða þar sem sitthvað forvitnilegt ber fyrir augu.

Fyrst og fremst er um Belleville hverfið að ræða en það hverfi finnst sjaldan eða aldrei í leiðabókum leiðsögumanna eða í ferðahandbókum. Verkamannahverfi sem þó er athvarf listafólks í dag og býr yfir sjarma sem ekki finnst í mannþrönginni við Eiffel turninn.

Napóleón Bónaparte taldi að til að gera Parísarbúa hamingjusama þyrfti að gefa þeim vatn. Hann byggði því allnokkra gosbrunna og lét þar við standa. Söguna af því og öðrum stöðum í París þar sem vatn er þema má heyra þegar leiðsögn er í boði Pavillion de L´eau. Kemur mörgum á óvart hvað vatnsskortur hefur meðal annars skapað töluverð vandamál í borginni þrátt fyrir að Signa renni þar í gegn. Algjörlega frítt.

Hjá Ecovisitparis.com færðu að rúnta um borgina í rafmagnsbíl og færð leiðsögn um allt er viðkemur grænni París. Til dæmis að breiðgatan Champs Elysees var hönnuð með það í huga að sólin settist við enda hennar tvisvar á ári. Sem hún gerir. Ýmsar ferðir í boði sem henta buddu hvers og eins.

Ef svo ólíklega vill til að þú átt peninga til að eyða þá býður Parisprivé upp á athyglisverðar uppákomur. Ekki væri til dæmis amalegt að eiga stund í Eiffel turninum… alein eftir lokun. Fá skoðunarferð um Versali einnig eftir lokun. Ýmislegt í boði en það kostar skildinginn. Ódýrustu ferðir þeirra kringum hundrað þúsund krónurnar.