F jölmargir hafa einu sinni eða oftar á ævinni farið InterRail ferð um Evrópu og þá oftar ungmenni en aðrir. Var enginn maður með mönnum um tíma nema taka mánuð í slíkan túr hér fyrir nokkrum áratugum síðan.

Margir segja að ferðalög snúist ekki um áfangastaðinn heldur ferðalagið sjálft. Þá er InterRail frábærasta leið mögulegt
Vinsældir slíkra ferða hafa dvínað jafnt og þétt með auknum vinsældum lágfargjaldaflugfélaga enda er flugið þessi dægrin nánast alltaf ódýrara og fljótlegra en með lest.
En það þýðir ekki endilega að það sé eitthvað betra. Ferðalög eiga eðli málsins samkvæmt ekki að vera stress og flýtir og engin leið er að sjá og kynnast landi úr 17 þúsund feta hæð eins og með lest.
Nú eru lestarfélög í Evrópu að kveikja á perunni og lækka almennt gjöld sín og þá sérstaklega InterRail fargjöld sín. Ungmenni milli tólf og 25 ára aldurs geta nú fengið sér 22 daga passa sem gildir í 30 löndum Evrópu frá 55 þúsund krónum. Sami passi fyrir fullorðna á öðru farrými kostar kringum 86 þúsund krónur og á fyrsta farrými á 115 þúsund.
Þá má heldur ekki gleyma að með InterRail passa fylgir drjúgur afsláttur á fjölmörg söfn og sýningar í mörgum löndum. Slíkur passi er fljótur að borga sig og verðið rúllar upp öllu sem flugfélögin bjóða á svipuðum pakka.
Þó skal hafa í huga að ýmsar takmarkanir eru á IR ferðalögum. Í mörgum tilfellum er til dæmis aðeins í boði að kaupa slík kort í því landi sem ferð hefst og því ekki fáanlegt með nútímalegum hætti gegnum netið svo dæmi sé tekið.
Allt um málið á opinberri heimasíðu InterRail hér.