Skip to main content

Þó sjaldan sé sniðugt að hafa vasa fulla af seðlum á erlendri grundu gæti það vel verið skárri kostur en nota kreditkort til að greiða fyrir hluti. Í það minnsta í Kína.

Kínverjar vita sem er að þú kannt enga kínversku og nota það til að svína á erlendu ferðafólki.

Ferðavanir hafa þegar gefið þessu nafn: Tehúsasvindlið. Það snýst í grunninn um að ýmsir vafasamir staðir í Kína bæta nokkrum núllum við kortareikninga útlendinga að gamni sínu. Það töluvert auðveldara en það hljómar.

Það eru fáir útlendingar að fara að veféngja reikning á kínverskum stað nema þeir hafi búið í landinu um skeið og þekki vel hvað hlutirnir almennt kosta. Ekki aðeins er yfirgnæfandi hluti reikninga, meira að segja á alþjóðlega þekktum stöðum, á kínversku heldur og er oft ekki raunin að sundurliða eitt né neitt. Reikningurinn segir oft aðeins til um heildarupphæðina fyrir máltíðina eða kaffið og kleinuna. Þess utan er oft næsta vonlaust að fá nótu fyrir viðskiptunum. Slíkt þekkist almennt ekki meðal Kínverja sjálfra og jafnvel þegar það er hægt þá er sú nóta undantekningarlítið handskrifuð og ólesandi.

Það er svo ekki fyrr en heim er komið mánuði seinna og kortareikningurinn dettur inn um lúguna að fólk fattar að það hefur verið prettað. Þá er kortareikningurinn verulega mikið hærri en eðlilegt væri og ástæðan sú að vafasamir kínverskir staðir hafa annaðhvort látið þig skrifa undir reikning sem var miklu hærri en eðlilegt var eða í tilfellum bæta núllum við reikninginn eftir að búið er að kvitta fyrir.

Þetta trix ekki óþekkt á öðrum vinsælum ferðamannastöðum heimsins en Kínverjar taka jú flest út í hreinar öfgar. Þeir vita sem er að vestrænt ferðafólk þekkir ekki kínverskt stafróf eða talnaróf frá blindraletri og jafnvel þó upp komist er alltaf hægt að segja sorrí mistök. Komist trixið ekki upp er veitingastaðaeigandinn glaðasti einstaklingurinn í bankanum meðan erlent ferðafólk stórsér eftir rándýrri Kínaferðinni.