þ að vita reyndir Alicante-farar að norðasti hluti borgarinnar, sem fræðilega tilheyrir ekki Alicante-borg, er El Campello. Ekkert frámunalega merkilegt við það bæjarstæði en í desembermánuði ár hvert er extra góð ástæða til að láta sig hafa rúnt á þær slóðir.

Í desember er extra fjör að sækja heim nágrannabæ Alicante.
El Campello er tæknilega annar bær en Alicante en það ekkert að marka. Svona svipað og að Kópavogur sé ekki hluti af Reykjavík eins og hver einasti ferðalangur til Íslands telur gefið.
Þó á korti megi glögglega sjá bil milli Alicante annars vegar og El Campello hins vegar þá er raunin sú á staðnum að erfitt er að segja til um hvar mörkin liggja.
Fyrir utan ágætar strendur og almennt betri veitingahús en gengur og gerist í strandbæjum Spánar þá er ein ástæða sérstaklega til að heimsækja bæinn í desembermánuði.

Smáréttir á Spáni yfirleitt ekkert slor en extra flottir og góðir í El Campello í desembermánuði. Mynd El Copio
Þá fer fram svokallað Duelo de Tapas. Það útleggst gróflega sem smáréttasamkeppnin en þá etja kappi allan desembermánuð þetta 30 til 50 veitingastaðir í bænum. Etja kappi um að framreiða bestu og flottustu smáréttina.
Fararheill eyddi þremur kvöldum á hinum og þessum stöðunum í El Campello á þessum tíma og liðsmenn fóru saddir og sáttir heim hvern einasta dag.
Ekki hvað síst vegna þess að gestir geta gefið hverjum stað og hverjum smárétti einkunn og sú telur þegar kemur að því að finna sigurvegarann um miðjan janúar. Það eru sem sagt aðeins gestir sjálfir sem velja besta bitann.
Ekki slæmt heldur að allir þeir staðir sem þátt taka skuldbinda sig til að selja bjór/rautt/hvítt plús smárétt á heilar 380 íslenskar krónur eða svo. Með öðrum orðum; þú færð vel útilátinn smárétt plús áfengi á 120% lægra verði en stakur bjórrindill heimavið. Það kölluð við góðan díl 🙂
PS: staðirnir sem þátt taka ár hvert eru mismunandi. Upplýsingamiðstöð finnst í El Campello þar sem fá má kort af stöðunum hverju sinni.