Okkur hjá Fararheill segir svo hugur um að einhverjir þarna úti hafi þegar íhugað að kaupa eða jafnvel þegar keypt flugfar erlendis næstu vikurnar með það eitt í huga að versla út í eitt. Fata upp fjölskyldina og klára jólagjafakaupin án þess að tæma veskið, taka lán eða setja allt á kredit og fá hausverk í febrúar.

Mall of America þekkja margir en færri kannski West Edmonton Mall.

Mall of America þekkja margir en færri kannski West Edmonton Mall.

Jú, við erum reyndar aðeins að plata. Við vitum að svo er því stöku fyrirspurnir hafa borist ritstjórn vegna þessa og ein slík sérstaklega forvitnileg. Þar vildi einn lesandi okkar vita hvort hún ætti að taka manninn sinn til Edmonton og eyða sínum peningum í stærstu verslunarmiðstöð Norður-Ameríku, West Edmonton Mall, eða hvort hún ætti að halda til Minneapolis og kaupa sitt í hinni ekki svo mikið minni Mall of America.

Þó því fari fjarri að þessar tvær séu einu verslunarmiðstöðvarnar vestanhafs eru þær frægastar allra og þá bæði fyrir stærð og úrval verslana en ekki síður fyrir lágt verðlag almennt.

Það er ekki neitt ýkja auðvelt að svara þessari spurningu enda ein af þeim sem veraldarvefurinn svarar alls ekki. Það er jafnan ekki fólk þarna úti að gera verðkannanir milli risaverslunarmiðstöðva og það í mismunandi löndum. Þá er líka full bjartsýnt að prófa sjálf því milli Edmonton og Minneapolis er tæplega 1800 kílómetrar og vægast sagt leiðinleg keyrsla.

Byrjum á nokkrum staðreyndum svona til að hita upp aðeins:

Fjöldi verslana í Mall of America: 520

Fjöldi verslana í West Edmonton Mall: 817

Engin samkeppni hér. West Edmonton Mall er töluvert stærri og þá er ekki tekið tillit til að stór hluti kanadísku verslunarmiðstöðvarinnar er leiksvæði af ýmsum toga. Skemmtigarðar og skautasvell fyrir smáfólkið og spilavíti og klúbbar fyrir háfólkið. Í Mall of America er enginn skortur á leiksvæðum heldur en þau öllu minni.

Fráleitt væri að bera saman verð í yfir 1300 verslunum í báðum miðstöðvum en það sem við getum gert er að komast að því hvert er meðalverð á nokkrum hlutum sem við þekkjum og kaupum gjarnan. Það er meðalverð sem gildir tæknilega séð fyrir verslanir í heild sinni í borgunum tveimur. En í raun eru verslunarmiðstöðvarnar báðar svo vinsælar að meðalverðið á í raun við um verðlag þar innandyra. Þá fáum við þetta út miðað við dollara gegn krónu í september 2015:

Þetta gefur enga heildarmynd en þó góðar vísbendingar. Ekki síst þá að í öllum tilvikum er verð á þessum hlutum lægra í Minneapolis en Edmonton. Þannig er það heilt yfir þó enginn vafi leiki á að verðlag er afar misjafnt innan hvorrar miðstöðvar fyrir sig. Alveg hægt að finna Levi´s buxur á lægra verði í þeim báðum og sömuleiðis á hærra verði. En þá þarf að leita.

Hitt sem hafa þarf í huga ætli fólk að velja er hvað flugfarið kostar fram og aftur. Skoðun Fararheill hjá Icelandair síðustu mánuðina fyrir jól leiðir þetta í ljós:

Þarna hefur Edmonton vinninginn þegar þetta er skrifað og það svo um munar en tekið er lægsta verð fram og aftur á einn einstakling viðkomandi mánuði á vef Icelandair klukkan 22:00 þann 12. september 2015. Munurinn rúmar 20 þúsund krónur á mann og þá 40 þúsund samtals báðar leiðir ef farið er með maka, vini eða vinkonu. Það er dágóð upphæð sem gæti á móti farið í dúllerí og drykki eða dýrari skó og fatnað í staðinn.

Edmonton vinnur því þetta einvígi þetta árið á flestum vígstöðvum. En hafa skal í huga að verð breytast ört hjá Icelandair og þá jafnan vel upp á við.