Þ ar sannast hið fornkveðna. Það má skrifa þúsund greinar um japönsku borgina Tókýó en það segir fólki samt aðeins brot af því sem myndir segja.

Hinn stórkostlegi vídeólistamaður Rob Whitworth er mættur með enn eitt myndbandið af enn einni borg heimsins. Að þessu sinni Tókýó í Japan og sem fyrr bregst honum ekki bogalistin. Við fáum meira að vita um borgina japönsku hér en þótt við hér skrifum í áratugi.

Njóttu!