Skip to main content

E inu sinni var hægt, og meira að segja nokkuð algengt, að ævintýraþyrstir Íslendingar tækju sér far með fraktskipum til Evrópu eða Bandaríkjanna. Slíkt er ekki í boði héðan lengur en erlendis er þetta enn í boði hjá stöku aðilum.

Ævintýrasigling með fraktara? Slíkt er víða í boði erlendis. Mynd fnaighs

Ævintýrasigling með fraktara? Slíkt er víða í boði erlendis. Mynd fnaighs

Því fer fjarri að fraktskipasigling sé mikill lúxus en það er sannarlega dálítill stæll að ferðast með þeim hætti milli landa og heimsálfa. Þó engin séu spilavítin á sjö hæðum eða fimm klukkustunda stanslausar skrautsýningar á risasviði eða þrjátíu sundlaugar eins og raunin er á nýjustu og stærstu skemmtiferðaskipunum eru nýleg fraktskip engir dallar heldur.

Káetur flestar eru barasta hreint ágætar og oft með flatskjá og netsambandi og öðrum nauðsynjum nútímamannsins. Flest þau stærri hafa litla sundlaug innanborðs og líkamsræktarsalur og góður matsalur og setustofa er gefið á þeim flestum og auðvitað eru allar máltíðir innifaldar líka. Þá eru þau mörg sem stoppa víða á leið sinni og þann tíma er yfirleitt hægt að skella sér í land og skoða það sem fyrir augu ber.

Gallarnir reyndar fjölmargir enda helst til lítið um að vera til dægrastyttingar og ekki er kannski sniðugt að þvælast mikið fyrir skipverjum við vinnu sína. Verra líka að slíkur ferðamáti er ekkert sérstaklega ódýr. Ein ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í slíkum ferðum er Freighter Expeditions og má þar finna úrval safaríkra ferða hafi fólk áhuga og tíma því slíkar ferðir taka drjúgan tíma.