Skip to main content

V iðskiptafólk og aðrir sem eru á sífelldum þönum milli landa og heimsálfa þekkja það af eigin raun að slíkt tekur toll á líkama og sál jafnvel þó ferðast sé í lúxus á fyrsta farrými.

Upp í rúm fimm mínútum eftir lendingu. Yotel virkar fyrir suma.

Upp í rúm fimm mínútum eftir lendingu. Yotel virkar fyrir suma.

Það var fyrst og fremst til að svara kalli slíkra ferðalanga sem upp risu svokölluð flugvallahótel hér fyrir tuttugu árum eða svo til að gefa einstaklingum færi á hvíld strax að loknu flugi.

Nú hefur verið gengið skrefinu lengra og á nokkrum stærstu flugvöllum nágrannaríkja hafa nú opnað svokölluð Yotel innan veggja flugstöðvanna.

Þurfa því flugþreyttir ferðalangar aðeins að ganga nokkur skref til að geta hent sér í sturtu eða lagt sig í sérhönnuð rúmin en um eiginleg herbergi er ekki að ræða heldur er um lítil rými að ræða sem þó hafa allan þann lúxus upp á að bjóða sem ferðalanga dreymir um.

Rýmin voru hönnuð af sömu aðilum og hannað hafa fyrstu farrými á þotum Boeing gegnum tíðina og því allt til alls þó rýmin séu ekki ýkja stór í fermetrum. Þetta gæti þó hentað mörgum enda þarf ekki að bóka heila nótt eða dag fremur en maður vill heldur er herbergin einnig leigð út í klukkustundum en fjórar stundir eru þó lágmark.

Verð eru rétt bærileg. Standard rými með einstaklingsými kostar tæpar 10 þúsund krónur fyrir fjóra tíma eða kringum tvö þúsund og fimm hundruð krónur á klukkustund.

Heimasíða Yotel hér en fyrir okkur hin er hið besta ráð að bregða sér inn á bókunarvél Fararheill hér að neðan og finna alvöru gistingu á lægsta mögulega verði.