Skip to main content

Hormónaójafnvægi, ofnæmisvaldar og hugsanlega eitraðar smáagnir sem eru nógu smáar til að smjúga inn um húðina alla leið inn blóð- eða æðakerfið. Hljómar þetta eins og eitthvað sem þú vilt að barnið þitt njóti?

Nivea fyrir börnin? Nei, takk. Skjáskot

Nivea fyrir börnin? Nei, takk. Skjáskot

Þá er ráð að kaupa ekki tilteknar sólarvörur Nivea sem víða finnast hérlendis og reyndar allnokkrar aðrar tegundir sem hugsanlega valda meiri harmi en vörn samkvæmt síðustu rannsókn norska Neytendaráðsins.

Fararheill hefur undanfarin ár greint frá vísindalegum niðustöðum þeirra og þá helst bent á að sólarvörur frá Nivea, þeim mest seldu hérlendis, koma aftur og ítrekað illa út í þeim úttektum. Lítið örlar á að Nivea vinni að því að bæta þær vörur sem þar hafa verið rannsakaðar og komið illa út eins og sjá má á nýjustu úttektinni hér. Sömuleiðis eru sólarvörur Garnier sennilega verri en engar og Piz Buin falla sömuleiðis á prófinu.

Við ítrekum enn og aftur að hugsa tvisvar áður en þú grípur sólarvörn úr næstu verslun. Ekki síst ef nota á vörnina atarna á börnin.