Skip to main content

T æpum 80 árum eftir endalok Seinni heimsstyrjaldarinnar ríkir enn töluverð feimni við þann tíma meðal Þjóðverja sjálfra. Þetta sérstaklega áberandi í Berlín sem lék svo stórt hlutverk á þeim tíma.

Í þessum garði við blokk við In der Ministergarten stóð hið fræga byrgi Hitlers þar sem hann dvaldi síðustu mánuðina fyrir dauða sinn.

Í þessum garði við blokk við In der Ministergarten stóð hið fræga byrgi Hitlers þar sem hann dvaldi síðustu mánuðina fyrir dauða sinn.

Þetta hefur lagast örlítið hin síðustu ár og árið 2007 var í fyrsta skipti sett upp lítið skilti við staðinn þar sem Adolf Hitler reisti sér neðanjarðarbyrgi sem svo reyndist hans hinsti dvalarstaður.

Fram að þeim tíma var forvitnilegt að fylgjast með viðbrögðum leiðsögumanna og íbúa þegar spurt var út í hið fræga byrgi, Führerbunker, en því hafa verið gerð skil í þúsundum bóka og kvikmynda. Enn er þó varla stafur um byrgið fræga í ferðahandbókum um Berlín og þaðan af síður í kynningarbæklingum borgaryfirvalda sjálfra.

Byrgið var að stórum hluta jafnað við jörðu eftir lok heimsstyrjaldarinnar og var það gert af tveimur ástæðum. Annars vegar var það krafa gyðingasamfélagsins en ekki síður óttuðust hernámsveldin að væri byrginu leyft að standa yrði það átrúnaðarstaður þeirra sem enn trúðu á málstað nasista víða um veröld.

Þeir hreinskilnustu segja það hafa verið óráð að jafna byrgið við jörðu því það væri efalítið einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna hefði byrgið verið látið standa. Voru líka deildar meiningar um það á sínum tíma en þá vildu sumir að því yrði leyft að standa til minningar um þann viðbjóð sem Hitler og hans menn stóðu fyrir.

Þar sem byrgið stóð áður er nú lítið bílastæði og í raun ekkert að sjá annað en malbik og nú skiltið sem sýnir hvernig byrgið var í laginu.