S trandlífið á Costa del Sol ekki alveg nógu spennandi? Þá er kjörið, hafi fólk áhuga að fá hjartastopp, að gera sér ferð til smábæjarins El Chorro.

Gönguleið er kannski misnefni ef marka má myndin. Meira klettaklifur en hamlar ekki hundruðum árlega sem þennan stíg feta. Mynd kozzmen

Gönguleið er kannski misnefni ef marka má myndin. Meira klettaklifur en hamlar ekki hundruðum árlega sem þennan stíg feta. Mynd kozzmen

Bærinn sá er reyndar lítt merkilegur en það er hins vegar gönguleið ein, eða klifurleið,  í gljúfrunum við bæinn en margir vilja meina að sú leið sé ein hættulegasta, ef ekki allra hættulegasta, gönguleið heims.

Caminito del Rey, Stígur Kóngsins, er örmjór gangvegur í klettahömrum Desfiladero de los Gaitanes. Gangvegur er reyndar ýkt heiti því stígurinn er brotinn og molnaður á mörgum stöðum eins og mætavel sést á meðfylgjandi myndbandi.

Stígurinn var lagður með þessum hætti árið 1905 til að verkamenn kæmust milli tveggja virkjana sem í gljúfrinu eru en nú á seinni tímum hefur hann heillað ferðamenn sem telja að vart sé meira spennandi en að leggja sig í lífshættu. Hafa minnst tveir einstaklingar látist á þessari göngu en reyndar stendur til að lagfæra stíginn og gera hann að öruggari en nú er. En líklega verður stígurinn seint hættulaus.

Allmargir ferðaþjónustuaðilar bjóða hingað ferðir frá Costa del Sol og Sevilla. Yfirleitt um dagsferðir að ræða en mjög misjafnt er hvort þær ferðir eru til að ganga stíginn eða aðeins til að sjá og skoða úr fjarlægð. Eðlilega enda ekki allra að takast á við slíka göngu.