Rétt er það! Linz í Austurríki verður seint mekka götulistarmanna en mikið óskaplega er borgin engu að síður að reyna sitt allra besta. Svo vel hefur tekist til að hróður þessarar hátíðar í miðborginni hefur borist vel út fyrir landamæri Austurríkis.

Linz í Austurríki er að gera sitt besta til að komast á kort ferðafólks. Mynd Linz turismus

Linz í Austurríki er að gera sitt besta til að komast á kort ferðafólks. Mynd Linz turismus

Vissulega er ekki um neinn heimsviðburð að ræða enda margir vanir götu- og fjöllistamönnum víða í borgum heimsins. Færri eru þó vanir að rekast á listviðburði á hverju einasta götuhorni og því eru nokkrar götur borgarinnar lifandi listaverk meðan á hátíðinni stendur.

Ýmsir fjöllistamenn leika ýmsar listir með eða án aðkomu áhorfenda bæði á götum og á sviðum sem sett hafa verið upp. Tónlistarmenn láta ekki sitt eftir liggja heldur. Og þessir kappar allir eru engu síðri en fínustu listamenn í sirkusum.

Götulistahátíðin, eða Pflasterspektakel á frummálinu, er kannski ekki til að fara langleiðina eftir en séu menn í grennd er mál að staldra við hér þessar tvær nætur.