Skip to main content

A llir sem beðið hafa í vegabréfaskoðun að afloknu löngu flugi vita að skapið er þá sjaldan upp á það besta. Nú kann að vera komin skýring á því. Fyrir utan fýlu úr munni og fýlu í skapi þá hefur flugþreyta líklega önnur og enn verri áhrif; hún gæti bókstaflega gert þig heimskari.

Flugþreyta gæti barasta haft mun verri afleiðingar en margur heldur. Mynd Thomas Hawk

Flugþreyta gæti barasta haft mun verri afleiðingar en margur heldur. Mynd Thomas Hawk

Stór orð sem sérfræðingar í heila- og taugavísindum segjast geta bakkað upp eftir töluverðar rannsóknir.

Þær rannsóknir sýna að við króníska flugþreytu, og reyndar alltaf þegar fólk þarf ítrekað að breyta svefnmynstri sínu, fækkar nýjum taugafrumum sem reglulega myndast í heilanum verulega. Það hefur strax áhrif á minni fólks og takmarkar skilning því taugafrumur eru jú vinnumaurar heilans.

Enn verri eru langtíma afleiðingar af breytilegu svefnmunstri samkvæmt rannsóknum. Þá eykst hættan á hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki og krabbameini umtalsvert.

Taka ber þó niðurstöðunum með þeim fyrirvara að þetta hefur aðeins verið rannsakað á músum og hömstrum í rannsóknarstofum en vísindamennirnir þó þokkalega visir um að yfirfæra megi niðurstöðurnar yfir á okkur mannfólkið að töluverðu leyti.

Nánar hér (greiða þarf fyrir aðgang) og sömu niðurstöðu fengu vísindamenn við Berkeley háskólann eins og sjá má hér