Við sögðum nýlega frá því að Icelandair býður fargjöld milli Washington DC og Helsinki með stoppi á Íslandinu góða allt niður í 32 þúsund krónur fram og aftur á tilteknum dagsetningum í vetur. Það tilboð bliknar við hlið þessa tilboðs hér.
Eða hvernig hljómar að fljúga annars vegar til San Francisco á vesturströnd Bandaríkjanna og svo skreppa til Köben svona til að rifja upp stemmarann í gömlu höfuðborginni fyrir heilar 37 þúsund krónur samtals?
Algjörlega brilljant tilboð ef þú spyrð okkur. Tilboð sem við hér myndum grípa á nóinu og líkast til allir aðrir klakabúar. En því miður fyrir Íslendinga er Icelandair ekkert að bjóða okkur slík súperkjör Kaninn hins vegar…
Jamm, Kaninn í algjörum forgangi hjá hinu íslenska flugfélagi og nýtur kjara sem hafa barasta aldrei nokkurn tímann boðist sömu Íslendingum og hvers lífeyrissjóðir eiga Icelandair að stærstum hluta.
Hvað þurfum við svo að punga út fyrir sömu túra og Kaninn fær á 37 þúsund kallinn? Kíkjum á það:


Það var og. Langi okkur hér í sama pakka og Kaninn fær á 37 þúsund kall á sardínufarrými þurfum við að gjöra svo vel að punga út tæplega 88 þúsund krónum á sama farrýminu!!! Það er 137 prósentum hærra verð fyrir nokkuð sömu vöruna.
Þetta kallast gróf og alvarleg mismunun og þykir ekki sérstaklega eftirsóknarverður stimpill hjá stórfyrirtækjum. En forráðamenn Icelandair telja mismunun greinilega sniðugasta hlut undir sólinni.
Erum við bara að sætta okkur við slíkt?







