Skip to main content

Samkvæmt upphaflegu áhættumati bandarískra flugmálayfirvalda, FAA, á Max vélum Boeing, mátti gera ráð fyrir að fimmtán slíkar vélar lentu í slysum yfir 45 ára tímabil. Það er ein slík vél á þriggja ára fresti.

Fimmtán flugslys Boeing Max voru talin eðlilegt stöff af hálfu bandarískra flugmálayfirvalda. Mynd Boeing

Ef fregnir eru réttar styttist í að Max vélar Boeing fái flugleyfi á nýjan leik eftir að hafa verið jarðsettar í eitt og hálft ár vegna tveggja flugslysa með skömmu millibili á síðasta ári.

Nú hefur komið í ljós að við upphaflegt áhættumat flugmálayfirvalda vestanhafs á þessum nýju vélum Boeing var gert ráð fyrir alls fimmtán flugslysum næstu 45 árin!!!

Þrátt fyrir þessa miklu áhættu fékk Boeing grænan stimpil til flugs með þeim hörmulegu afleiðingum sem við þekkjum í dag.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í athyglisverðum heimildarþætti hins þýska Deutsche Welle og sjá má í heild sinni hér að neðan. Settu yfir þig teppi áður því þetta er hrollvekjandi stöff.