S amkvæmt gömlum brandara er baktería ekkert annað en afturhlutinn á kaffiteríu. Væri nú óskandi að svo væri.

Tyggjó einhver? Tyggjóveggurinn við Pike Place í Seattle er ekkert minna en viðbjóður. Mynd Anupam_ts

Tyggjó einhver? Tyggjóveggurinn við Pike Place í Seattle er ekkert minna en viðbjóður. Mynd Anupam_ts

Reyndin er þó önnur og verri og sífellt fleiri hafa áhyggjur af pestum, vírusum og eitrunum ýmis konar á ferðalögum ekki síst með tilliti til fugla- og svínaflensufaraldra sem ganga nokkuð reglulega yfir svo ekkert sé nú minnst á Kófið.

Sums staðar þarf að fara með meiri gát en ella og Fararheill.is hefur tekið saman fimm ferðamannastaði sem í reynd kannski ætti bara að forðast með tilliti til heilsufars. Þeir eru þó flestir meinlausir ef vit er haft í kolli.

♥  Blarney steininn (Blarney kastalinn, Cork, Írlandi) – Sagnir herma og hafa lengi gert að kyssi aðkomufólk svokallaðan Blarney stein sem er hluti af varnarvirki samnefnts kastala á suður Írlandi öðlist það áberandi færni í framkomu og heilli í kjölfarið alla sem nálægt koma. Írarnir kalla þetta „gift of gab“ og enginn skortur er á fólki sem heimsækir kastalann árlega til þess að smella kossi á harðan steininn. Með tilliti til að einhverjir skilja eftir slef og munnvatn er sennilegast best að sleppa kossinum alfarið

♥  Tyggjóveggurinn í Seattle (Pike Place, Seattle, Bandaríkjunum) – Einhvern veginn er alveg nógu viðbjóðslegt að snerta óvart gamalt tyggjó undir borði á matsölustað en fyrir þá sem finnst slíkt heillandi er tvennt í stöðunni; annars vegar að skoða gangstéttir í miðborg Reykjavíurk ellegar halda til Seattle þar sem veggur einn mikill er orðinn frægur fyrir það eitt að þar hengja menn tyggjóklessur lon og don og hafa gert í áratugi.

♥  Grafhýsi Oscars Wilde (Pere-Lachaise, París, Frakklandi) – Oscar Wilde er kannski einn af fáum skáldum sem komast með hælana þar sem William Shakespeare hafði hælana allavega hvað vinsældir snertir. Það sést mætavel á grafhýsi hans í Pere-Lachaise grafreitnum í París, en það er alþakið kossum aðdáenda. Kannski ráð að sleppa því alfarið bara.

♥  Markúsartorgið (Piazza San Marco, Feneyjum, Ítalíu) – Menn greinir enn á um hversu mikil sýkingarhætta er af dúfum og öðrum borgarfuglum. Ljóst er þó að slíkt er til staðar og sennilega hvergi meiri en á Markúsartorginu í Feneyjum en það er sennilega sá staður þar sem fjöldi dúfna er hvað mestur á einum og sama staðnum. Flestar eru þær skítugar og bera með sér alls kyns óþverra.

♥  Hollywood Walk of Fame (Hollywood, Los Angeles, Bandaríkjunum) – Flestir þekkja staðinn þar sem stjörnurnar fá hendur eða fætur sína greypta í steypu á gangstéttinni fyrir framan kínverska leikhúsið í Hollywood. Stjörnudýrkun sumra á sér lítil takmörk og þúsundir snerta, kyssa og kjammsa á hverri afsteypu eins og enginn sé morgundagurinn. Er því betur sleppt nema með rækilegum munn og handþvotti í kjölfarið.


View Fimm staðir sem skal forðast…. eða ekki in a larger map