F jölskyldur með smáfólk með í för til Parísar setur stefnuna oftar en ekki í Disneyland skemmtigarðinn sem þar finnst í hálftíma fjarlægð. En þar er annar litríkur skemmtigarður í grennd við borgina sem færri muna eftir.
Það er Parc Asterix eða Ástríksgarðurinn í Plailly en sá er í svipaðri fjarlægð frá Parísarborg og Disneylandið. Garður Ástríks töluvert minni og tæki og tól til leikja færri líka. En stærðin segir ekki allt. Garðurinn hans Ástríks er með sömu einkunn meðal gesta samkvæmt Google og heimur Disneys. Báðir þar með 4,5 stjörnur af fimm mögulegum.
Án þess að gera lítið úr Disneylandi þá er sá garður, eins og allir garðar Disney, svo stórir og miklir að enginn kemst yfir nema fuglinn fljúgandi, ef svo má að orði komast. Það er svo mikið húllumhæ alls staðar að þreyta segir fljótt til sín og það ekki síst hjá foreldrum.
Það er minna vandamál hjá Ástríki og Steinríki og er í okkar bókum stór kostur. Fyrir utan þá staðreynd að það kostar minna að heimsækja Ástrík en Andrés Önd.
Rútur fara að Ástríksgarðinum daglega kl. 9 frá Louvre safninu og til baka klukkan 18:30. Sá túr kostar manninn 2.600 krónur eða svo. Þá fer einnig rúta beint frá Charles de Gaulle flugvelli.