A llflestir, ef ekki bara allir, eiga stafrænar myndavélar og eða nýlega snjallsíma sem allir bjóða upp á stafræna myndatöku. Smáar, snöggar og allar gefa þær fínar myndir og kvikmyndir í þokkabót.

Það er hægt að brúka myndavélar til ýmissa hluta annarra en mynda fallega staði í erlendum löndum.Mynd Janoz Szudi

Það er hægt að brúka myndavélar til ýmissa hluta annarra en mynda fallega staði í erlendum löndum.Mynd Janoz Szudi

En það eru aðrar leiðir til að nýta myndavélina á ferðalögum en að taka myndir af forvitnilegum hlutum á ferðinni. Hér að neðan eru fimm hugmyndir til að nýta myndavélarnar/símana betur á ferðalögum.

♥  Úbúðu spjald með nafni þínu, heimilisfangi og símanúmeri og skrifaðu jafnvel niður fundarlaun líka. Taktu mynd af spjaldinu og læstu þá mynd inni í vélinni svo henni sé ekki hægt að eyða. Ef myndavélin týnist þá er allavega möguleiki að finnandi geti skilað henni aftur ef hann flettir myndunum.

♥  Þó yfirleitt sé ágætt símasamband víðast hvar í veröldinni getur það kostar skildinginn að brúka símann. Netsamband sérstaklega getur verið dýrt. Ein leið til að nýta símana án þess að greiða fyrir notkun er að taka strax myndir af leiðakerfiskortum strætis-, spor- eða lestarvagna á leið þinni um borgina. Þau eru jafnan hin fínustu borgarkort og flestar myndavélar/símar leyfa zúmm inn og út. Með slíkum kortum í vélinni er lítil þörf að kaupa borgarkort eða sífellt fletta netkortum í símanum sem kostar peninga.

♥  Taktu myndir af fjölskyldu, vinum og öðru því sem þér er kært og læstu í vélinni. Sæki að einmanaleiki á ferðalagi er þjóðráð að planta sér í sófann og skoða.

♥  Notaðu myndavélina/símann í hvert sinn sem þú leigir bíl eða hjól erlendis. Myndaðu allan hringinn og þannig hefur þú sönnun ef sú staða kemur upp að þú ert krafinn um bætur fyrir skemmdir sem þú telur ekki þér að kenna. Slíkir prettir eru býsna algengir í Asíu og S.Ameríku svo dæmi séu tekin.

♥  Brúkaðu vélarnar sem vasaljós. Líkurnar eru kannski ekki miklar að ljósleysi hái fólki á ferðalögum nema þá um göngu- eða fjallaferðir sé að ræða. Skjár flestra myndavéla/síma er það stór og bjartur að tækin nýtast oft sem lugt tímabundið ef á þarf að halda.