Þ ó Íslendingar hafi tekið risastökk sem bjórþjóð á skömmum tíma erum við nýgræðingar miðað við aldagamlar hefðir annars staðar í Evrópu.

Alvöru altbier er aðeins bruggaður í Dusseldorf og smábænum Krefeld. Mync Eric The Fish

Alvöru altbier er aðeins bruggaður í Dusseldorf og smábænum Krefeld. Mync Eric The Fish

Nokkuð víða um heim eru heilu hóparnir af fólki sem stunda bjórferðamennsku og þvælist milli staða, landa og álfa í þeim eina tilgangi að bragða merkilega bjóra.

Einn slíkur sem eðalbragð þykir að er hinn þýski altbier sem er aðeins bruggaður á gamla mátann í borginni Dusseldorf og nágrannabænum Krefeld. Hann reyndar fjöldaframleiddur af nokkrum bruggverksmiðjum líka en það er önnur Ella.

Ómögulegt er að gera grein fyrir bragðgæðum bjóra á vefsíðum en þessi ákveðni bjór er þekktur fyrir að vera geymdur í tunnum í nokkurn tíma eftir bruggun. Hann er í dekkri kantinum og kallast altbier þar sem hann gerjast frá toppi en ekki botni eins og algengast er í bjórframleiðslu.

Standi hugur til að smakka beint af „kúnni“ verður að halda til norðurhluta Þýskalands og heimsækja Dusseldorf, Krefeld eða Mönchengladbach. Því fer þó fjarri að verið sé að selja mjöðinn atarna í hverju skúmaskoti. Þvert á móti eru það útvaldir aðilar sem veita gestum heimabruggaðan altbier. Í Dusseldorf er slíkur bjór framleiddur og í boði á krana á börunum Füchschen, Schumacher, Schlüssel, Uerige og Kürzer. Þeir eru allir í gamla bæjarhlutanum að undanskildum Schumacher sem er í grennd við aðallestarstöðina.

Í Krefeld, sem heita má að sé úthverfi Dusseldorf, eru þrír slíkir barir. Gleumes, Wienges og Herbst Pitt. Þar gefst líka tækifæri að heimsækja eins af fáum bruggverksmiðjum sem altbier framleiða á flöskur en það er Brauerei Könighof.

Nánar um Dusseldorf hér í vegvísi Fararheill.