Ja hérna hér! Forsætisráðherra Spánar tilkynnti um stórhertar Kóf-reglur í gærkvöldi og voru reglurnar þó æði harðar fyrir. Verra er að ráðherrann hyggst leggja til að nýju reglurnar gildi í SEX MÁNUÐI!!!

Kóf-tilfelli aldrei verið fleiri en nú á Spáni og víðar í Evrópu. Skjáskot
Gangi hugmyndirnar eftir verður líklega ekkert megaspennandi að heimsækja meginland Spánar fyrr en í maí á næsta ári þegar rýmka á reglurnar ef tekist hefur að ná einhverjum tökum á Kófinu. Kanaríeyjarnar eru þó undanskildar enda tíðni sýktra þar lítið sem ekkert.
Nýju reglurnar banna allan útigang milli 23 á kvöldin og sex á morgnana. Reglurnar gefa bæjar- og sveitarstjórnum rétt til að takmarka alfarið ferðir á milli borga, bæja eða héraða þegar þeim sýnist svo fyrirvaralaust og öll hópamyndun takmörkuð við sex manns.
Þetta merkir, svo dæmi sé tekið, að yfirvöld í Torrevieja geta hvenær sem er meinað fólki að ferðast til Alicante eða Murcia ef þeim svo sýnist.
Brot á reglunum þýðir undantekningarlítið feita fjársekt og jafnvel fangavist.







