Tíðindi

Fargjaldaleit með facebook

  21/12/2011desember 23rd, 2014No Comments

Að segja að grimm samkeppni ríki meðal þeirra leitarvéla á netinu sem finna flug og gististaði fyrir ferðalanga er afar vægt til orða tekið. Þar líður vart dagur án þess að betrumbætur séu kynntar til sögunnar sem á að gera allt enn einfaldara, fljótlegra og ódýrara.

Síðasta útspilið í þessum geira kemur frá Skyscanner í Bretlandi sem hefur sett upp sérstakan leitarvegg á facebook. Virkar sá þannig að áhugasamir pósta á vegg þeirra á fésbókinni óskum sínum um flug og dagsetningu og fá umsvifalítið sent skeyti til baka um ódýrustu fargjöldin þá leiðina á þeim dögum sem tilteknir eru.

Þannig má til dæmis skrifa á vegg þeirra „Keflavik to Dublin january“ og hleður Skyscanner þá inn bestu flugtilboðunum þá leiðina allan næsta janúar.

Eðli málsins samkvæmt verður að pósta á vegginn á hinni ylhýru engilsaxnesku, eða ensku, en allt fer þetta fram inn á facebook síðunni sjálfri og engin þörf að leita víðar nema fólk vilji nákvæmar upplýsingar um flugtíma eða aukagjöld og þar fram eftir götunum.

Þá verður og að setja „like“ við facebook síðu Skyscanner sem fyrir vikið safnar helling af vinum og á þá auðveldara með að koma tilboðum og auglýsingum áleiðis í framtíðinni. En kannski er það lítið verð fyrir eðalverð til Dublin í janúar.

Síða Skyscanner hér.