Skip to main content
L ykiltæknibúnaður í Boeing Max-vélum getur bilað ef rellunum er flogið á óreglulegan máta samkvæmt nýrri fréttatilkynningu.

Icelandair er eitt þeirra fyrirtækja sem nota Boeing Max. Skjáskot

Flugeftirlitsstofnun Bandaríkjanna, FAA, hefur krafist þess að Boeing og þeir flugrekendur sem eiga Boeing Max á lager framkvæmi duglega úttekt á sjálfvirkum flugbúnaði vélanna. Í ljós hefur komið við athuganir að við tilteknar aðstæður er ákveðin hætta á að sjálfvirkur búnaðurinn gefi sig með tilheyrandi alvarlegum vandkvæðum fyrir flugmenn og farþega.

Á engilsaxneskunni er orðalagið nákvæmlega: „potential latent failure of a flight control system function if combined with unusual flight maneuvers or with another flight control system failure could result in reduced controllability of the airplane.”

Hér er um að ræða sama MCAS flugbúnað og talinn var orsök þess að tvær nýjar Boeing Max þotur hröpuðu til jarðar með hræðilegum afleiðingum fyrir tveimur árum.

Icelandair er eitt þeirra flugfélaga sem nota Boeing Max vélar í rekstri sínum.