Þ að getur stundum verið dálítið erfitt að sitja við eldhúsborðið heima á Íslandi og reyna að gera sér í hugarlund hvort fljótasigling í Evrópu er þess virði að prófa eður ei.

Fljótasiglingar njóta vaxandi vinsælda eftir langa lægð og fyrir því góð ástæða. Mynd Steve Davis

Fljótasiglingar njóta vaxandi vinsælda eftir langa lægð og fyrir því góð ástæða. Mynd Steve Davis

Slíkt er ekki allra eins og gengur. Slíkar ferðir á stundum í dýrari kantinum og þar sem þannig siglingar eru afar ólíkar siglingum með stærri skemmtiferðaskipum vill flækjast fyrir þeim er ekki hafa prófað hvort slíkt sé þess virði.

En kannski er auðveldara að taka ákvörðun þegar búið er að slá duglega af uppsettu verði.

Eins og Fararheill hefur áður greint frá er árslok- eða byrjun alltaf góður tími til að njóta drjúgra afsláttarkjara hjá siglingafyrirtækjum. Það er í desember, janúar og febrúar sem þau bjóða oft svokallaða „early booking“ afslætti sem eru sértilboð til þeirra sem bóka ferðir snemma. Fjörutíu til fimmtíu prósent afsláttur algengur á þeim tíma.

Þannig er hægt að fljóta um í vellystingum næsta sumarið fyrir minna fé eða jafnvel kaupa tveir-fyrir-einn ferðir langt fram eftir næsta ári ef fólk hefur þolinmæði til að skipuleggja langt fram í tímann.

Þjóðráð er að kíkja á vefi eins og River Cruise Tour Deals, Rivercruise eða beint á vefmiðlum þekktra siglingafyrirtækja eins og Viking Cruises.

Svona í millitíðinni eitt myndband sem gæti komið þér í gírinn 🙂