Skip to main content

L and undir fót í orðsins fyllstu? Þá verða göngugarpar sennilega ekki ósáttir við þá 1100 kílómetra af göngustígum sem fyrirfinnast í einum fallegasta þjóðgarði heims; Yosemite í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Það er aðeins tvö hundruð kílómetrum styttra en allur Hringvegurinn um Ísland.

Yosemite þjóðgarðurinn er firnastór og stórkostleg náttúrusmíð. Mynd Dave Chudnov/Freelargephotos

Yosemite þjóðgarðurinn er firnastór og stórkostleg náttúrusmíð. Mynd Dave Chudnov/Freelargephotos

Um það eru allnokkrir fræðingar og fjölmiðlar sammála að hvergi sé yndislegra að stíga niður fæti og það oft en í Yosemite garðinum. Nú síðast dagblaðið US News and World Report sem setur gönguferðir hér í sama sæti og jólasveininn fyrir smáfólkið.

Hvað er svona frábært? Veðrið er einn kosturinn því í norður Kaliforníu er hlýtt en ekki of hlýtt til að takast á við bratta eða langa stíga meðfram tignarlegum fossum, trjám á stærð við geimskip, ógrynni lygilega fallegra rjóðra og ekki síst að rekast á fjölda dýra og plantna sem hér dafna í þokkalegu næði.

Það eru raunverulega 1100 kílómetrar af stígum hér fyrir göngu- og útivistarfólk enda er garðurinn stærri en mörg ríki í Evrópu. Það getur verið plús vilji fólk fá frið og ró samfara röltinu en kannski mínus ef menn villast mikið.

Eðli málsins samkvæmt er hægt að æða af stað í allar áttir í Yosemite en fjórir staðir sérstaklega eru efst á lista göngugarpa. Fjölmargar mismunandi leiðir eru í boði í öllum fjórum en þjóðgarðsyfirvöld hafa gert það einstaklega einfalt að ákveða hvert skal halda. Sérstök kort sýna allar vinsælar gönguleiðir, lengd þeirra og hæðarmismun, erfiði og tiltaka einnig hversu dásamlegt útsýni er á hverjum stað og síðast en ekki síst hversu vinsæl hver leið er.

Hér er kort bandarísku þjóðgarðsstofnunarinnar sem sýnir mögulegar gönguleiðir um svæðið.

Yosemite

Yosemite kort