F átt, ef nokkuð, er jafn glatað og að lenda í fingralöngum misyndismönnum á ferðalagi erlendis. Slíkt getur ekki aðeins sett ferðalagið sjálft í uppnám heldur og gert fórnarlömbum ókleift að njóta neins í kjölfarið.
Sem er ástæða þess að þeir sem óttast hvað mest þjófa og þjófnaði í erlendum borgum ættu kannski að stoppa við hjá einum af fáum fataframleiðendum sem sérhæfa sig í að framleiða fatnað með földum vösum. Slíkt kemur kannski ekki hundrað prósent í veg fyrir stuld en allt hjálpar til.
Fyrirtækið atarna er ScotteVest og hefur fengið viðurkenningar fyrir að hanna fallegan klæðnað fyrir bæði kyn. Klæðnað sem hefur ívið fleiri vasa en hefðbundnar flíkur almennt. Blússa með 35 vösum fyrir konur eða vesti fyrir karlmenn með hvorki fleiri né færri en 42 vösum svo aðeins tvö dæmi séu tekin.
Sakar ekki að kíkja á vef þessa fyrirtækis ef einhver er ragur við ferðalög vegna þjófa í erlendum borgum. Nú eða finnst sexí að vera í fatnaði með mörgum vösum. Meira hér.