Í hugum aðdáenda dönsku grínþáttanna Klovn er kastalinn í Dragsholm sennilegast þekktastur fyrir að vera staðurinn þar sem Frank fékk hann ekki upp og Casper fékk tott hjá fyrrum barnapíu.

Dragsholm kastalinn í Hövre er þekktur staður í Danmörku og er príma stopp hjá ástfangnu pari og matgæðingum

Dragsholm kastalinn í Hövre er þekktur staður í Danmörku og er príma stopp hjá ástfangnu pari og matgæðingum

En engum blöðum er um að fletta að ekki margir danskir kastalar, þó Dragsholm sé enginn kastali í eiginlegri merkingu orðsins, sem eru yndislegri heimsóknar.

Þangað fara jú flestir af þeim frægari í Danmörku og njóta lífsins reglulega enda fjölmargt í boði í kastalanum og landareignin sjálf stór og mikil og fólki tryggður þar friður.

Fyrir okkur hin sem ekki eru enn þekkt og fræg er alveg óhætt að planta rassi í Dragsholm enda er þar príma veitingastaður og staðurinn vann til verðlauna árið 2011 sem besti gisti- og veitingastaður Danmerkur, Årets bo & Spis, af hálfu Den danske spiseguide. Árið 2017 fékk veitingastaðurinn í kastalanum sína fyrstu Michelin-stjörnu. Fátt amalegt við það.

Ekki er heldur leiðinlegt að smella hringum á fingur hér enda kjörinn staður fyrir brúðkaup og veislur en þó aðeins ef djúpir eru vasar því ódýrustu herbergin hér með morgunverði kosta vart undir 45 þúsund krónum. Sem er reyndar ekki svo mikið fyrir dúllerí á frábærum stað með töluverða sögu í Danmörku en slotið er með elstu uppistandandi húsum Danmerkur. Síðast en ekki síst þá þykir mjög reimt í húsinu og af því til allnokkrar frásagnir.

Hér ekki ódýrt að gista en ef eitthvað sérstakt stendur til er hér allt til alls og góðar líkur á að hitta á eitthvað af fræga fólkinu í Danaveldi. Kannski Frank og Casper líka 😉

Dragsholm er í Hövre héraði á Sjálandi í um klukkustundar akstursfjarlægð frá Kaupmannahöfn. Heimasíða staðarins hér.