A llra versta sætið um borð í hefðbundnum farþegaþotum er sæti 31E. Þar vill enginn lifandi maður sitja.

Af þúsund manns kusu flestir að sitja í sæti 6A um borð í millilandaþotum en sæti 31E vildi ekki nokkur maður sjá

Af þúsund manns kusu flestir að sitja í sæti 6A um borð í millilandaþotum en sæti 31E vildi ekki nokkur maður sjá

Þetta kemur fram í könnun vefmiðilsins Skyscanner sem forvitnaðist um það hjá eitt þúsund flugfarþegum hvar þeir vildu helst og síst sitja um borð í millilandaþotu fengju þeir ráðið. Með þeim formerkjum þó að öll sæti með auknu fótaplássi, eins og við neyðarútganga, voru ekki talin með.

Í ljós kemur sú forvitnilega staðreynd að flestir þeirra þúsund sem svöruðu vildu sitja í sæti 6A einhverra hluta vegna. Sömuleiðis er kristaltært að fremstu sex sætaraðirnar um borð eru vinsælastar en 46 prósent allra vildu planta rassi sínum þar framar öllu. Ástæðan fyrst og fremst sú að komast sem fyrst út að flugi loknu.

Öllu færri eru hrifnir af því að sitja aftarlega eða aðeins sjö prósent en nokkur fjöldi kaus þó að sitja fyrir miðju og báru fyrir sig að þar finndist hvað minnst ókyrrð um borð.