Skip to main content

Þ eir sem á annað borð taka ástfóstri við Kanaríeyjar og nýta hvert tækifæri til að dvelja þar þurfa líklega ekki að liggja yfir listum um bestu veitingastaði á tilteknum svæðum. Hinir sem eru að planta rassi á Ensku ströndinni í fyrsta skipti gætu hins vegar haft gagn af.

Hvar finnurðu bestu veitingastaðina á Playa del Inglés?
Hvar finnurðu bestu veitingastaðina á Playa del Inglés?

Enska ströndin. Playa del Inglés, er án alls efa langvinsælasti áfangastaður Íslendinga á Kanaríeyjum og var til langs tíma eini staðurinn á þeim eyjum sem í boði var í skipulögðum ferðum.

Þrátt fyrir miklar vinsældir um áratugaskeið má merkilegt telja mjög takmarkað úrval betri veitingastaða hér. Það er ekki nýtt af nálinni og var til dæmis ein ástæða þess að hótel hér hófu að bjóða gestum upp á hálft fæði eða fullt fæði á sínum tíma. Betri veitingastaðir voru einfaldlega af skornum skammti og ekki hefur það lagast mikið.

Engu að síður eru þeir nokkrir sem fá ár eftir ár betri einkunn hjá ferðafólki en aðrir og hér að neðan má sjá nákvæma hvaða staðir það eru.

Kannski óhætt að brýna fyrir fólki sem er á leið þangað að gera sem mest af því að snæða á stöðum sem góðir þykja því eins og hefur átt sér stað annars staðar eru „allt innifalið“ pakkar hótela og ferðaskrifstofa hægt og bítandi að ganga af hefðbundnum veitingastöðum dauðum.

Við treystum því að fáir hafi áhuga að heimsækja Playa del Inglés eftir 30 ár þegar veitingaþjónusta er eingöngu í boði á stærri hótelum. Sem er nákvæmlega það sem átt hefur sér stað í Cancún í Mexíkó svo eitt dæmi sé tekið.

TRIPADVISOR

  • WAPA TAPA
  • SUNSET BAY
  • CALMA CHICA
  • PARROTS RESTAURANT
  • COSTA ITALY

 

GRANCANARIA.COM

  • AL CIRCO
  • BRASSERIE ENTRE NOUS
  • EL GAUCHO
  • THE RED CROW
  • TABERNA LA CANA

 

MICHELIN

  • RÍAS BAJAS
  • LAS RÍAS
  • BAMIRA
  • SHERATON SALOBRE
  • LA AQUARELA