: að munaði ekki miklu að þeim væri útrýmt með öllu en því tókst að forða og nú fjölgar þeim hægt en örugglega á stóru svæði.

Somiedo er þjóðgarður í Asturías héraði Spánar og þar fjölgar björnum hægt en örugglega. Mynd Jose Javier Martin Espartosa

Somiedo er þjóðgarður í Asturías héraði Spánar og þar fjölgar björnum hægt en örugglega. Mynd Jose Javier Martin Espartosa

Það eru líklega ekki margir sem gera sér grein fyrir að það er töluvert af villtum björnum á Spáni. Þeir voru mjög algengir á árum og öldum áður og svo mjög reyndar að skjaldarmerki hinna ýmsu borga hér, þar á meðal höfuðborgarinnar Madríd, bera mynd af birni.

Í dag finnast villtir birnir þó eingöngu í þjóðgörðum norðantil í landinu og þar gengur vel að fjölga í stofnum. Sérstaklega á þetta við um þjóðgarðinn Somiedo í Asturías en þeir eru fleiri þjóðgarðarnir þar sem birnir þvælast um.

Það hefur tekist mætavel að takmarka eins og hægt er samskipti bjarnanna og mannanna þó þorp og þorp sé að finna í grennd við þjóðgarðana.

Stöku ferðaþjónustuaðilar bjóða smærri hópum upp á leiðsögn á bjarnaslóðir hafi fólk áhuga að sjá þessi áhugaverðu dýr í sínu eðlilega umhverfi.