Skip to main content

S vo þig langar í sundsprett klukkan fjögur að nóttu, vilt drekka kaffi utandyra um miðnætti eða mála húsið þitt sex að morgni. Það er príma mál í alla staði á þessari tilteknu norsku eyju. Allavega yfir hásumarið!

Skammt frá Tromsö í Noregi má finna Sumareyju. Þar hafa menn ákveðið að gefa tímanum löngutöng. Mynd NordNorge

Óljóst hvort íbúar á eyjunni Sommaröy í Noregi eru að þessu í tilraunaskyni fyrir mannkyn allt eða bara að auglýsa staðinn fyrir ferðamenn.

En samkvæmt Guardian í Bretlandi hafa íbúar sammælst um að gera eyjuna að tímalausum stað. Þeim fyrsta í veröldinni. Eftirleiðis skal engan undra þó íbúar og gestir geri allt sem þeir vilja á hvaða tíma sólarhringsins.

Hugmyndin fín að trekkja nokkur hundruð manns til viðbótar á skerið. Tímalaus eyja mun klárlega selja nokkra miða til viðbótar og Sumareyjumenn sem eru aðeins norðar á hnettinum en Grímseyingar, sem eru einu Íslendingarnir sem geta státað sig af því að vera við Heimsskautsbaug, ætla að gera gott betur yfir hásumarið þegar sólar nýtur við 24/7. Og hver vill ekki heimsækja tímalausa eyju?

Ekki alveg ónýtt að heimsækja Grímsey þó engin sé auglýsingaherferðin. Þar má finna gott og gilt fólk sem gefur veðri og vindum löngutöng og hnöttóttir steinar eiga að prýða eyjuna alla innan tíðar. En enginn þar er að mála húsið sitt klukkan fimm um morguninn…