Skip to main content

Allir þeir Íslendingar sem hugsuðu sér gott til glóðar í vor og sumar með því að bóka flug til Bandaríkjanna og gistingu að auki með súpergóðum fyrirvara til að komast hjá hækkunum og leiðindum eru í vondum málum.

Fyrir ekki svo mörgum mánuðum var verslun vestanhafs 50 prósent ódýrari en hér heima. Ekki lengur…

Ritstjórn veit af hjónakornum sem í maímánuði bókuðu flug og gistingu í Orlandó í Flórída í desember. Þau hugsuðu sem svo að langur fyrirvarinn myndi spara þeim nokkra þúsundkalla hið minnsta.

Og víst hefur sú forsjálni komið hjónakornunum til góða að nokkru leyti. Í maí kostaði hver bandarískur dollar 98 krónur eða svo og þannig feitur afsláttur á gistingunni enda hún greidd í dollurum.

Flugfarið, greitt í íslenskum krónum, hefur hvorki lækkað né hækkað. Það með öðrum orðum svipað dýrt að kaupa flug núna og var í maímánuði síðastliðnum.

Það sem fer dálítið með forsjálnina hjá þessum tveimur hjónakornum er íslenska krónan. Hún verið með niðurgang um hríð þrátt fyrir hreint ágæta landsframleiðslu. Allt á uppleið nema krónan okkar.

Það merkir að allt það sem hjónakornin ætla að kaupa, njóta og gera í Flórída nú í desember kostar þau 26 PRÓSENT MEIRA en þau töldu þegar flugið var bókað fyrir tæpum sex mánuðum síðan.

Hver dollari kostaði 97 krónur í apríl á þessu ári. Nú kostar sami dollari tæpar 125 krónur. Sem gróflega þýðir að allt í Bandaríkjunum er nú 25 prósent DÝRARA en það var í vor sem leið.

Sem segir kannski allt sem segja þarf um Bjarna Ben og hans fjármálastefnu. Ef krónan hans Bjarna fellur um fjórðung gagnvart dollara súperfávitans Trump er Bjarni ekki að gera ýkja góða hluti…