Þ ýska borgin Hamborg hefur tekið nokkrum hamskiptum undanfarin ár enda borgaryfirvöld lagt hart að sér að reka slyðruorð af hafnarborginni frægu og koma henni inn í breytta og betri tíma. Rúsínan í þeim pylsuenda er opnun einhvers magnaðasta tónlistarhúss jarðar.

Allsérstakt er nýja tónlistarhús Hamborgara en það sést víða að úr borginni. Mynd elbphilharmonie
Elbphilharmonie, Saxelfarsimfónían, heitir byggingin atarna sem þykir með þeim merkilegri þar sem hún gnæfir yfir hafnarsvæði Hamborgar. Undarlegt glerhýsið situr ofan á því sem eitt sinn var gamalt og þreytt vöruhús sem nú hefur gengið í endurnýjun lífdaga.
Húsið þó ekki eingöngu ætlað músiköntum þó fílharmoníusveit borgarinnar muni eiga hér samastað og hugmyndin er að óperur verði fluttar hér reglulega líka. Hluti hússins nefnist Skipið og er gjörningur listamannsins Brian Eno. Lúxushótel finnst hér líka og sannarlega óhægt að finna betri útsýnisstað yfir borgina en héðan.
Enn ein perlan í Hamborg sem er mjög að vakna til lífs á nýjan leik eftir dapra vertíð um nokkurra áratuga skeið.







