H ann er fjarri því amalegur kastalinn fallegi sem situr efst á Búdahæð í Búdapest og gefur stórfína sýn yfir þessa fallegu borg. Synd að yfirgefa borgina án þess að staldra við á þeirri hæð. En ekki síður vænlegt skoðunar er það sem leynist neðanjarðar á sömu hæð.
Þar er gríðarmikið neðanjarðargangakerfi, alls tíu kílómetrar, sem áður fyrr gengdi hlutverki bæði spítala fyrir háttsetta en ekki síður sem neðanjarðarbyrgis fyrir sama lið. Hluti jarðganganna meira að segja styrktur til að þola kjarnorkusprengju.
Hér er nú safn eitt skemmtilegt, Spítalinn í Klettinum eða Sziklakórház Múzeum á frummálinu, en þar má valsa um nokkuð að vild og skoða það sem aðeins yfirstétt Ungverjalands hafði aðgang að á sínum tíma. Sannarlega flott stopp í höfuðborginni.
Aðeins einn af forvitnilegum stöðum í höfuðborg Ungverjalands sem lesa má um í vegvísi Fararheill.





