Tókum létt tékk á fargjöldum fram og aftur til Genfar í Sviss þetta sumarið og í ljós kemur að aldrei þessu vant er Icelandair þokkalega samkeppnishæft við easyJet sem einnig býður sama flugið.

Genf í Sviss er fokdýr en fallegur áfangastaður. Þangað er samkeppni héðan ennþá…

Fáir vita af því að breska lággjaldaflugfélagið easyJet flýgur ekki bara frá Keflavík til Bretlands heldur einnig beint til Genfar í Sviss eins og Icelandair.

Eins og sjá má á meðfylgjandi skjáskotum okkar hér að neðan er Icelandair á köflum að bjóða betur en Bretarnir sem verður að teljast vel gert hjá íslenska flugfélaginu enda vilja forráðamenn Icelandair ekki beint kalla flugfélagið lággjaldaflugfélag.

Sem merkir að ef Genf, Sviss eða Mið-Evrópa er að heilla Jón og Gunnu þarna úti er margt til verra en gera verðsamanburð á fluginu. Stundum er Icelandair að bjóða betur og stundum easyJet.

Guði sé lof fyrir samkeppnina…