Fimm stærstu hótelkeðjur heims eiga nú, reka eða leigja út rekstur 85 prósent allra hótela í Bandaríkjunum samkvæmt úttekt. Sömu fimm keðjur eiga 56 prósent markaðarins í Evrópu.

Ótrúlega fáir aðilar eiga hótel heimsins.

Ótrúlega fáir aðilar eiga hótel heimsins.

Samkvæmt úttekt breska ráðgjafafyrirtækisins HVS er gríðarleg samþjöppun í hótelbransanum á alþjóðavísu. Aðeins FIMM AÐILAR annaðhvort eiga eða leigja út leyfi til reksturs helmings allra hótela sem rekin eru í veröldinni.

Keðjurnar fimm eru hið breska InterContinental, hið franska Accor og þrjú bandarísk fyrirtæki: Marriott, Hilton og Starwood. Allar keðjurnar reka minni keðjur undir öðrum nöfnum eins og Sofitel, Ibis, Sheraton, og þar fram eftir götunum.

Ekki nóg með að þessi fimm hafi nú þegar ótrúlega yfirburði yfir aðra heldur og segir HVS að 65% þeirra hótela sem nú eru í smíðum á heimsvísu séu á vegum sömu fimm aðila. Það er sem sagt stutt í að keðjurnar auki hlutdeild sína enn frekar.

Þetta er hræðileg en jafnframt fyrirsjáanleg þróun. Hræðileg vegna þess að þessi þróun heldur áfram og um svipað leyti og Snæfellsjökull verður bráðnaður ættu þessar fimm keðjur að vera búnar að kaupa upp flest önnur hótel heims og reka indæl fjölskylduhótel og önnur smærri gistifyrirtæki í þrot. Þetta eru jú sömu keðjur og reka til dæmis hótel eftir hótel á strönd Cancún í Mexíkó. Bullandi stuð á ströndinni en hver sá sem álpast inn í bæinn sjálfan kemur víðast hvar að lokuðum dyrum. Bærinn er í dauðateygjum því vestræn hótelin bjóða upp á svo mikið úrval að enginn hefur fyrir að versla við heimamenn sjálfa. Cancún aðeins einn af þúsundum slíkra dæma. Við gætum verið síðasta kynslóðin sem hefur eitthvað val um nokkurn hlut á ferðalögum…

Sem er enn ein súperástæðan fyrir að drífa sig út núna en ekki síðar 😉