Mannskæðasta flugslys seinni tíma í Indónesíu nýverið og það í glænýrri rellu Boeing með allra nýjustu tækni og tól. Meira að segja tækni sem Boeing sagði engum frá. En hvað annað gæti verið ástæðan fyrir að þokkalega vanir flugmenn steypa þotu lóðbeint í hafið örfáum mínútum eftir flugtak?

Tæplega 200 einstaklingar létu lífið þegar glæný þota Lion Air hrapaði í sjóinn í Indónesíu fyrir skömmu.
Það er auðvelt að sitja í dómarasæti í dúnmjúkum Lazy-boy í hlýrri stofunni í Hafnarfirðinum og hafa skoðanir á aðgerðum, eða aðgerðaleysi, indónesískra flugmanna um borð í glænýrri rellu sem allt í einu tekur upp á því að gera eitthvað galið sem flugmennirnir hafa aldrei upplifað áður.
Eins og við greindum frá liggur sökin að öllum líkindum hjá bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing sem sagði ekki nokkrum kjafti frá því að nýr tæknibúnaður tæki yfir flug allra MAX-véla flugfélagsins jafnvel þó flogið væri á handstýringu við tilteknar aðstæður. Ekki fyrr en barnið var dottið í brunninn það er að segja.
Hvers vegna ætti Boeing ekki að segja kaupendum sínum frá flottum tækninýjungum í nýrri rellu? Er það ekki helsta sölutrix Apple og Samsung þegar kemur að farsímum?
Jú, ein ástæða gæti verið sú að að þjálfun flugmanna og áhafnar á glænýja tegund af þotu kostar flugfélög feitan skilding. Tugmilljónir króna að lágmarki. Og þessa síðustu og verstu hafa flest flugfélög leitað allra leiða til að skera niður kostnað. Og þess vegna, kynnti Boeing nýjar Max-vélar sínar sem einstaklega góðan og ódýran kost vegna þess að ný rellan byggir 99 prósent á eldri Boeing vélum. Það var því lítil eða engin þörf á að kosta milljónum til að þjálfa áhöfn á nýja vél. Max-vélarnar næstum því sami hlutur og eldri vélar ef frá er talið aukin þægindi, lægri eldsneytiskostnaður og blah, blah, blah.
Önnur ástæða gæti verið sú að sökum fjárskorts þá hefur Flugmálastofnun Bandaríkjanna fært allt eftirlit með nýjungum í flugvélum til flugvélaframleiðenda sjálfra. Það var sem sagt Boeing sjálft sem gekk úr skugga um að nýjar rellur Boeing væri eitt hundrað prósent til í tuskið. Framleiðandinn varla mikið að vara sjálfan sig um hugsanleg vandræði við nýja fokdýra smíði.

Nýr graður flugstjóri Icelandair? Nei, reyndar ekki, en hormónastarfsemi hjá ungum flugmönnum helst til mikil.
Fleiri tækninýjungar, færri flugtímar
Kannski var það ókynntri tækninýjung Boeing að kenna að Boeing Max Lion Air féll í hafið á þúsund kílómetra hraða við Indónesíu. En það gæti líka verið önnur ástæða fyrir þessu hræðalega flugslysi: Lítt reyndir flugmenn.
Það er góð ástæða fyrir að bílslys fólks á aldrinum 18-30 ára eru þrefalt algengari en bílslys fólks á aldrinum 30-45 og svo koll af kolli. Þó enginn viðurkenni það opinberlega þá eru bílslys fólks á áttugasta aldursári sem ekur á 45 kílómetra hraða upp Ártúnsbrekkuna eins algeng og bankahrun á Íslandi. Jafnvel þó enginn lifandi maður vilji vera fyrir aftan slíkan aðila í þeirri brekku.
Sama gildir auðvitað um flugmenn. Því yngri og óreyndari, því líklegri eru þeir til að gera mistök í stjórnklefanum. Það er jú ekkert sem heitir dauðinn á næsta leyti þegar þú ert uppfullur af hormónum eða uppfull af estrógenum þegar þú valsar 28 ára inn í Leifsstöð með flugstjórarendur á búningnum. Það er bara töffaraháttur par exellens og þú veist af því.
Flugmenn vélarinnar sem hrapaði við Indónesíu fyrir skömmu voru með sex þúsund og fimm þúsund flugtíma að baki. Samanlagt ellefu þúsund flugtíma.
Sem sagt: allbærilega reynslu miðað við flugheiminn.
Í því ljósi er ágætt að skoða þetta hér: „Slá af kröfum um reynslu nýrra flugmanna.”
Icelandair, sem nota bene brúkar Max-vélar Boeing, ræður gjarnan flugmenn með AÐEINS ÞRJÚ HUNDRUÐ FLUGTÍMA að baki.
Wow Air, sem ekki brúkar vélar Boeing, fer aðeins fram á ENGA LÁGMARKS FLUGTÍMA áður en maður er settur. Settur í flugstjórastól.
Getur verið samasemmerki milli þess að millilandaþotur verða sífellt fullkomnari og flugmenn sífellt ófullkomnari?
Jamm, við höldum og svo sé og sumir aðrir taka undir það með okkur…







