Lesið fólk og ferðavant veit ábyggilega að púrtvín taka nafn sitt frá portúgölsku borginni Porto en þar er púrtvínsframleiðsla ennþá nokkuð stór atvinnuvegur. En það eru fleiri sérstakir drykkir í þessu ágæta landi sem fólk á faraldsfæti ætti að prófa.

A Ginjinha bar í Lissabon. Á þeim börum aðeins einn drykkur til sölu. Mynd ChristinaGonzales
A Ginjinha bar í Lissabon. Á þeim börum aðeins einn drykkur til sölu. Mynd ChristinaGonzales

Vinho Verde, Beirão og Ginjinha eru þrír allsérstakir drykkir sem finnast að mestu aðeins innanlands í Portúgal. Allir drykkir þó það frægir og vinsælir innanlands að enginn er barinn eða veitingastaðurinn neins staðar án þess að eiga flösku bakatil.

Vinho Verde má segja að sé afar sætt hvítvín. Svo sætt reyndar að sumum þykir nóg um. Aðrir heillast. En það er með Vinho Verde eins og harðfisk á Íslandi; öllu máli skiptir hvaðan vínið er og hvernig það er unnið. Undir engum kringumstæðum kaupa ódýrustu flöskuna. Það er tómt slef miðað við betri vínin.

Beirão er allsérstakt líka. Þetta er í grunninn sérrídrykkur en við framleiðsluna er blandað sjö mismunandi fræjum og berjum víðs vegar að úr heiminum. Uppskriftin leyndarmál en drykkurinn er æði góður. Jafnvel fólk sem finnst sérrí ekki gott stútar Beirão vandræðalaust enda á bragðið meira skylt við líkjör

Síðasti drykkurinn er ekkert annað en stofnun í landinu. Svo mikið reyndar að í stærri borgum landsins finnast nánast alltaf A Ginjinha sem eru litlir barir sem eingöngu afgreiða Ginjinha og ekkert annað. Þetta er líkjör unninn úr berjum eftir kúnstarinnar reglum og alltaf afgreiddur í skotglösum. Ginjinha er líka einn af þeim drykkjum sem koma vel aftan að fólki enda felur gott bragðið hversu firnasterkt vín þetta er. Láttu tvö skot nægja.