Þriggja ára barn með pela og gláku hefði getað spáð fyrir um þessa þróun. Flugfargjöld Icelandair hafa hækkað massíft eftir dauða Wow Air og þá ekki síst ef fólk er aðeins að ferðast aðra leið út.

Nei sko! Engin samkeppni lengur og því þjóðráð að snarhækka fargjöldin og græða á þessu pakki þarna úti…

Fyrirsjáanlegt en sorglegt engu að síður. Forráðamönnum Icelandair hleypur strax kapp í kinn að hækka fargjöld vitandi að þeirra helsti keppinautur liggur undir grænni torfu og veldur engum vandræðum.

Samkvæmt Hagstofu Íslands hækkuðu flugfargjöld til og frá landinu um rúm 20 prósent fyrsta mánuðinn eftir að Wow Air endaði í gröfinni. Þó vissulega séu mörg flugfélög að fljúga til og frá þá er það Icelandair sem er fyrst og fremst með fjölda flugferða og ber því höfuðábyrgð á þessari gríðarlegu hækkun á fimm mínútum sléttum eftir að herra Mogensen pakkaði saman.

Til marks um þetta er ráð fyrir efasemdarmenn að skreppa yfir á Google Flights. Sá vefur sá langbesti að gefa yfirsýn yfir flug og ferðir og kostnað vegna þeirra. Þar kemur þetta í ljós:

FLUG AÐRA LEIÐ TIL PARÍSAR Í JÚLÍ

Ók, kannski helber tilviljun. Kíkjum á næsta dæmi:

FLUG AÐRA LEIÐ TIL LONDON Í ÁGÚST

Ók, kannski hittum við bara á öfgahræðilegar dagsetningar hvað varðar Icelandair. Prófum þriðja staðinn og það vel utan annatíma.

FLUG AÐRA LEIÐ TIL OSLÓ Í SEPTEMBER

Ert þú að sjá það sem við sjáum? Icelandair er LANGDÝRASTA flugfélagið til allra þessara áfangastaða. Samt eina flugfélagið sem er að meginhluta í eigu lífeyrisþega landsins og ætti því kannski að vera hagstæðasta flugfélagið.

En nei. Milljarðamæringar í stjórn er ávísun á græðgi út í eitt og okkar peningum betur borgið hjá öðrum flugfélögum.