S ífellt fleiri Íslendingar leggja maraþonhlaup fyrir sig af alvöru og má glöggt sjá stóraukinn áhuga hér heima undanfarin ár. Margir láta ekki þar við sitja heldur halda í víking erlendis líka til að spretta úr spori við aðrar aðstæður.

Hljóp svo strákur eins og fætur toguðu með Búkollu sína á hælunum

Hljóp svo strákur eins og fætur toguðu með Búkollu sína á hælunum

Vart líður helgi öðruvísi en að slík hlaup séu haldin víða í heiminum og sums staðar mörg á ári. En hvaða maraþonhlaup eru vinsælust og hver þau forvitnilegustu að taka þátt í? Fararheill fór á stúfana.

Þau fimm fræknu.. eða vinsælustu 

♥  Elsta og af mörgum talið erfiðasta maraþonhlaupið af þeim stærstu fer fram ár hvert í Boston í Bandaríkjunum. Hefur það verið haldið síðastliðinn 125 ár og fer jafnan fram í apríl ár hvert á Þjóðernisdeginum sjálfum; Patriot´s Day. Hlaupið hefst í bænum Hopkington og fer gegnum eina átta bæi áður en því lýkur á Copley torgi í miðborg Boston. Heimasíðan.

♥  London maraþonið er ekki síður þekkt fyrirbæri meðal hlaupara en það hlaup fer einnig fram í apríl ár hvert. Það er sérstaklega vinsælt hjá byrjendum því hlaupið er á flatlendi alla leið og það er því á færi flestra sem geta sett einn fót framyfir hinn að taka þátt. Þá skemmir ekki að hlaupið er framhjá mörgum af perlum borgarinnar og mikill fjöldi áhorfenda hvetur fólk áfram. Byrjunarpunkturinn er Greenwich og hlaupið endar í Mall. Heimasíðan.

♥  Berlínarmaraþonið fer fram í september ár hvert og er vinsælasta maraþon veraldar með tilliti til þátttakenda. Vel yfir 40 þúsund hlauparar hafa skráð sig til leiks undanfarin ár. Eins og í London þykir þetta hlaup ákjósanlegt fyrir byrjendur enda flatlendi undir fótum alla leiðina. Það er líka ástæða þess að hér hafa sex heimsmet í greininni verið sett á undanförnum árum. Heimasíðan.

♥  Maraþonhlaup eru aldrei auðvelt en sum eru jú auðveldari en önnur. Chicago maraþonið er eitt hinna auðveldari og þar sem það fer fram þegar komið er fram á vetur í október þykir mörgum tilhlýðilegt að enda árið á því hlaupi. Nokkuð misjafnt er þó eftir veðurfari hversu margir taka þátt en metið er 45 þúsund manns. Vindar í þessari borg kenndri við vinda geta þó sett töluvert strik í reikninginn. Heimasíðan.

♥  Síðasta stóra heimsþekkta maraþonhlaup ársins er New York hlaupið í nóvember ár hvert. Það þykir með þeim erfiðari og þar taka líka þátt margir atvinnumenn í greininni. Það er þó vart betri leið til að kynnast þessari fjölbreyttu borg því hlaupið er um öll fimm borgarhverfi New York. Hefst það á Staten Island og endar í þeim fallega garði Central Park. Hér er líka töluverð afþreying í gangi fyrir hlaupara og áhorfendur því á leiðinni eru lifandi tónleikar á fimm stöðum og hægur vandi að halda á sér hita þó yfirleitt sé kalt í veðri. Heimasíðan.

Sumir hlauparar fá nóg af skokki um mengaðar stórborgir heimsins og vilja öðruvísi áskorun. Enginn skortur er á öðruvísi maraþonhlaupum heldur en velflest verulega þyngri undir fót en þessi hefðbundnu. Dæmi um það:

♥  Kilimanjaro maraþonhlaupið í Kenía er eitt þeirra sem aðeins er á færi velþjálfaðra hlaupara. Eins og nafnið gefur til kynna er hlaupið upp þetta stærsta fjall Afríku og bæði hitinn í byrjun, kuldinn þegar ofar dregur auk þess sem loftið þynnist verulega veldur því að afar margir klára aldrei þetta erfiða maraþon. Er þó ekki farið nálægt toppnum sjálfum heldur endar það í Moshi. Heimasíðan.

♥  Sé Kilimanjaro ekki nógu mikil áskorun er ráð að ferðast til Tianjin í Kína og skrá sig til leiks í Kínamúrsmaraþoninu. Þetta ægilega mannvirki er nógu erfitt að príla í rólegheitum og þeir sem reyna að hlaupa maraþon þarna eru naglar dauðans ef þeim tekst það. Heimasíðan.

♥  Til er þeir sem hlæja að Kínamúrsmaraþoninu en þeim hinum sömu stekkur vart bros þegar þeir hefja hlaupið í Everest maraþoninu. Hæsta fjall heims er ekkert til að grínast með og allra síst þegar hlaupa skal heilt maraþon. Þetta maraþon er af mörgum talið hið erfiðasta þó deilt sé um það en það hefst í 5200 metra hæð í Gorap Shep sem er í grennd við grunnbúðir þeirra fjallgöngumanna sem fjallið hyggjast klífa. Það er þó bót í máli að hlaupið er niður á við og endar það í 3500 metra hæð í þorpinu Namche Baazar. Heimasíðan.